22.7.09
ascii
Þessi færsla er um tölvuspliff.
Því hefði ég ekki trúað að svona lagað gæti gerst á 21. öldinni en núna í kvöld forritaði ég með ascii. Málið var að ég er með tvo gagnagrunna. Það sem þeir eiga sameiginlegt er tímasetning og ég þurfti að splæsa þessum gögnum saman. Nema hvað, í öðrum er tíma einingin dagar (td. 151.6458223 þýðir 31. mai, 29 mínútum yfir 3 eftir hádegið plús einhverjar sekúndur) en í hinum stóð 03:29PM.
Fortran lendir í heilmiklum vandræðum þegar það sér tvípunkt og því ekki um annað að gera en að lesa 03:29 sem streng og taka hann síðan í sundur, breyta hverjum staf í tölu og bæta 48 við. Ég sé enga aðra lausn.. nema kannski nota matlab en því nenni ég bara alls ekki.
Þegar maður býr einn getur maður lent í því að verða aðeins sjálfhverfur þar sem maður er svo mikið með sjálfum sér. Í fari sjálfsmíns hef tekið eftir því undanfarið að ég er farin að snobba fyrir allskonar gömlu. Í gær leitaði ég í hólf og gólf að kistu til að skipa tækjunum í til Oregon. Að lokum fann ég þá réttu í kjallaranum. Ekki frásögufærandi nema hún er 100 ára gömul, ef ekki meira. Addressan er skrifuð á hana með skrautskrift. Ha! En hún er úr harðvið, vel smíðuð og af réttri stærð. Allar uppáhaldskökurnar mínar eru úr uppskriftabók sem var handskrifuð, einnig með skrautskrift, á svipuðum tíma. Nunnur í Hyde Park svo hrukkóttar og litlar að maður sér þær næstum ekki baka svipaðar kökur. Mér fannst allavegana gaman að forrita og leggja 48 við sem virðist algjörlega handahófskennt ef maður er ekki tölvunarfræðingur kominn á eftirlaun.
Því hefði ég ekki trúað að svona lagað gæti gerst á 21. öldinni en núna í kvöld forritaði ég með ascii. Málið var að ég er með tvo gagnagrunna. Það sem þeir eiga sameiginlegt er tímasetning og ég þurfti að splæsa þessum gögnum saman. Nema hvað, í öðrum er tíma einingin dagar (td. 151.6458223 þýðir 31. mai, 29 mínútum yfir 3 eftir hádegið plús einhverjar sekúndur) en í hinum stóð 03:29PM.
Fortran lendir í heilmiklum vandræðum þegar það sér tvípunkt og því ekki um annað að gera en að lesa 03:29 sem streng og taka hann síðan í sundur, breyta hverjum staf í tölu og bæta 48 við. Ég sé enga aðra lausn.. nema kannski nota matlab en því nenni ég bara alls ekki.
Þegar maður býr einn getur maður lent í því að verða aðeins sjálfhverfur þar sem maður er svo mikið með sjálfum sér. Í fari sjálfsmíns hef tekið eftir því undanfarið að ég er farin að snobba fyrir allskonar gömlu. Í gær leitaði ég í hólf og gólf að kistu til að skipa tækjunum í til Oregon. Að lokum fann ég þá réttu í kjallaranum. Ekki frásögufærandi nema hún er 100 ára gömul, ef ekki meira. Addressan er skrifuð á hana með skrautskrift. Ha! En hún er úr harðvið, vel smíðuð og af réttri stærð. Allar uppáhaldskökurnar mínar eru úr uppskriftabók sem var handskrifuð, einnig með skrautskrift, á svipuðum tíma. Nunnur í Hyde Park svo hrukkóttar og litlar að maður sér þær næstum ekki baka svipaðar kökur. Mér fannst allavegana gaman að forrita og leggja 48 við sem virðist algjörlega handahófskennt ef maður er ekki tölvunarfræðingur kominn á eftirlaun.