8.6.09
Sweet home alabama
neeeeii. New York náttúrulega. Ég er komin í heim til New York og hér er rjómablíða. Við Óli erum með smá project í gangi sem er að ganga hringinn. Hringinn í kringum Manhattan. "The great saunter". Við byrjuðum syðst á eyjunni og gengum í vestur. Ég gaf Óla eldgamla bók um hvað er að sjá leiðinni og meðan við göngum segjum við hluti eins og "hér var eitt sinn leynistígur" eða "nú er hér huggulegur garður en áður var hér allt í niðurníðslu." Það er bara gaman. Ýmislegt stendur þó enn.