2.6.09

komin upp í sveit

Þótt ég búi í stórborg í miðri ameríku get ég komist upp í sveit á skotstundu. Ég er svo heppin að þekkja bónda sem selur mér mjólk úr geitunum sínum og hún bragðast eins og Flókadalurinn. Eins og vel melt gras. Og með brauði með heimastrokkuðu smjöri, ha! gerist ekki meira sveit. Nema kannski sveitin sjálf.

Það er alveg útí hött kalt hérna í Chicago. Kominn júní og ég fór út að hlaupa í flíspeysu með vetlinga. Ég hef ekki verið mjög dugleg við að fara út að hlaupa undanfarið. Það sem var aðeins svekkjandi var að ég fékk ipod. Áður þegar ég fór út að hlaupa sá ég að allir voru með ipod og að lokum fannst mér eins og mig langaði kannski líka í ipod. Síðan fékk ég hann. Frá manninum mínum. Mér aldeilis að óvari. Það var ekki það sem var svekkjandi. Það var súper að fá ipod og ég átti ekki einu sinni afmæli. En það sem ég átti heldur ekki var góð hlaupa tónlist. Ég reyndi allt sem mér datt í hug. Rokk, popp, rapp en ekkert virkaði nógu vel. Rappið var kannski skást og þá aðalega Obama-mixið. Ég hljóp áreynslulaust með "Yes we can yes we can yes we can" í eyrunum. En loksins í kvöld, loksins, stokkaðist Vicky uppí ipodinn og það var alveg málið. Ég hljóp hringinn án þess að taka eftir því. Þaut meðfram vatninu, syngjandi með í viðlögunum, hrikalega hamingjusöm. Takk Vicky-stelpur og Orri, diskurinn er súper.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?