18.6.09

Kína

Skrifstofufélagi minn er frá Meginlandinu. Kínverjar kalla landið sitt Meginlandið. Alveg eins og Bandaríkjamenn kalla sitt land Ameríku. Mér finnst það fyndið. Hann sagðist stundum öfunda mig mjög mikið. Fyrir að hafa óheftan aðgang að netheiminum. Í Kína er það ekki málið. Youtube er bannað og wikipedia. Það má ekki heldur blogga.

Hann segir líka að Kína sé ekki lengur kommúnistaríki. Núna er það bara einræðisríki. Alveg eins og í sögunni um dýrin. Það nýjasta hjá stjórnvöldum er að skipa fyrir að hver tölva skuli vera með njósnabúnað sem sendir upplýsingar um hvað fólk gerir á tölvunni sinni til þeirra. Í þágu öryggis náttúrulega, fyrir börnin. Zuowei heldur að þetta verði dropinn sem fyllir mælinn og að haldið verði upp á 20 ára afmæli ´89-atburðarins fyrir alvöru hvað á hverju.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?