27.6.09
Fyrsti í ostagerð
Ég er búin að sjóða mjólkina með smá salti, bæta sítrónusafa í og sjá hana hlaupa, sía mysuna frá. Síðasta skrefið er að bíða og sjá. Sjá hvort til verði ostur.
Ostur er náttúrulega ekki bara ostur. Í Frakklandi eru til dæmis 246 mismunandi ostar. Að öllu jöfnu notar maður sýrumyndandi bakteríur til að hleypa mjólkinni og ensím sem gerir kekkina harða, til að osturinn verði harður. Það er heil iðn útaf fyrir sig og ég treysti mér ekki alveg til að vinna með bakteríur því stytti ég mér leið með sítrónusafa. Á móti getur osturinn ekki elst, þar sem hann er ekki lifandi. Og fyrst ég á ekkert rennet þá verður hann ekki harður. En ég hef hvort sem er enga þolinmæði til að bíða fram að jólum eftir ostinum svo ég held að þetta sé betra svona.
Ég átti tvo lítra af mjólk sem var að renna út og mér fannst ekki hægt að láta það gerast. Þessi mjólk kom úr einni kú. Þetta voru engir sjö dropar hverjir úr 7000 kúm. Ein grey kú jórtraði útí haga í heilan dag og framleiddi þessa mjólk. Júgrin hennar þrýstust út þegar leið á kvöldið og sveifluðust til og frá þegar hún var rekin inn. Hvernig er hægt að hella þannig mjólk? Þegar þetta er þar að auki manns eigin kýr. Framlöppin allavegana.
Greint verður frá árangrinum í næsta tölublaði.
Ostur er náttúrulega ekki bara ostur. Í Frakklandi eru til dæmis 246 mismunandi ostar. Að öllu jöfnu notar maður sýrumyndandi bakteríur til að hleypa mjólkinni og ensím sem gerir kekkina harða, til að osturinn verði harður. Það er heil iðn útaf fyrir sig og ég treysti mér ekki alveg til að vinna með bakteríur því stytti ég mér leið með sítrónusafa. Á móti getur osturinn ekki elst, þar sem hann er ekki lifandi. Og fyrst ég á ekkert rennet þá verður hann ekki harður. En ég hef hvort sem er enga þolinmæði til að bíða fram að jólum eftir ostinum svo ég held að þetta sé betra svona.
Ég átti tvo lítra af mjólk sem var að renna út og mér fannst ekki hægt að láta það gerast. Þessi mjólk kom úr einni kú. Þetta voru engir sjö dropar hverjir úr 7000 kúm. Ein grey kú jórtraði útí haga í heilan dag og framleiddi þessa mjólk. Júgrin hennar þrýstust út þegar leið á kvöldið og sveifluðust til og frá þegar hún var rekin inn. Hvernig er hægt að hella þannig mjólk? Þegar þetta er þar að auki manns eigin kýr. Framlöppin allavegana.
Greint verður frá árangrinum í næsta tölublaði.
Comments:
<< Home
mmm ostur. ég býð spennt eftir næsta kafla sögunnar. og endilega komdu með myndir líka, það gerir þetta ennþá skemmtilegra :)
Vala
Skrifa ummæli
Vala
<< Home