11.6.09
community team work
Vinnustaðurinn hans Óla er með sjálfboðaliða prógram þar sem starfsmenn mega taka einn dag á ári í community team work og fá borgað eins og þeir væru í vinnunni. Það kemur í ljós að þetta er eina vinnustaðapartíið sem mökum er boðið með. Þannig að ég tók mér frí í minni vinnu og fór í sjálfboðavinnu með öllum bankamönnunum og einni bankakonu.
Verkefnið var að eyða deginum með 15 ára unglingum. Hver fullorðinn var paraður við einn ungling. Við spjölluðum svolítið, fórum í leiki og klifruðum upp 30 metra háan vegg. Stofnunin sem skipulagði og sá um daginn heitir outward bound og er sjálfseigna stofnun sem einbeitir sér að því að kynna útiveru fyrir börnum, unglingum og fullorðnum.
Unglingarnir fengu þennan dag í verðlaun fyrir að vera í hóp þeirra 15 nemenda sem stóðu sig best í starfsnámi sem skólinn þeirra býður upp á. Í lok dags sátum við um stórt borð og máttum tjá okkur um daginn. Tvennt af því sem krakkarnir sögðu er mér minnistætt. Annað var að þeim fannst áhugavert að sjá að fullorðið fólk er ekkert ósvipað og krakkar. Hitt var að þeim fannst gaman að vera með fullorðna fólkinu því það kom fram við þau sem jafningjar.
Þetta var alveg stórkostlegur dagur. Það var yndislegt að fá að vera bara manneskja. Ekki í neinu hlutverki. Hvorki nemandi, kennari, vísindamaður, kona, Íslendingur né útlendingur. Bara manneskja.
Verkefnið var að eyða deginum með 15 ára unglingum. Hver fullorðinn var paraður við einn ungling. Við spjölluðum svolítið, fórum í leiki og klifruðum upp 30 metra háan vegg. Stofnunin sem skipulagði og sá um daginn heitir outward bound og er sjálfseigna stofnun sem einbeitir sér að því að kynna útiveru fyrir börnum, unglingum og fullorðnum.
Unglingarnir fengu þennan dag í verðlaun fyrir að vera í hóp þeirra 15 nemenda sem stóðu sig best í starfsnámi sem skólinn þeirra býður upp á. Í lok dags sátum við um stórt borð og máttum tjá okkur um daginn. Tvennt af því sem krakkarnir sögðu er mér minnistætt. Annað var að þeim fannst áhugavert að sjá að fullorðið fólk er ekkert ósvipað og krakkar. Hitt var að þeim fannst gaman að vera með fullorðna fólkinu því það kom fram við þau sem jafningjar.
Þetta var alveg stórkostlegur dagur. Það var yndislegt að fá að vera bara manneskja. Ekki í neinu hlutverki. Hvorki nemandi, kennari, vísindamaður, kona, Íslendingur né útlendingur. Bara manneskja.
Comments:
<< Home
Mér finnst svona prógrömm einmitt svo sniðug. Lítið gert af þessu hérna heima og mér finnst að fyrirtæki ættu að gera meira af þessu.
Vala
Vala
já, það er ekki mikil sjálfboða menning á Íslandi. Það fengu allir heilmikið útúr þess og algjört win-win fyrirkomulag.
Skrifa ummæli
<< Home