8.5.09
Yada yada yada
Eins og það sé ekki nógu trámatískt að húsbóndi minn er fluttur að heiman þá er ég að verða búin með Seinfeld diskana mína. Síðan í haust eru Jerry, Elaine, George og Kramer búin að hugga mig og knúsa þegar ég er einmana á kvöldin en núna er ég komin á níundu seríu, búin með fyrsta diskinn. Bara þrír eftir.
Ég dái Jerry Seinfeld og félaga hans. Seinfeld er tvímælalaust uppáhalds sjónvarpsserían mín. Tvímælalaust. Sögurnar eru súper, persónurnar yndislegar. Svo mikil ást og hamingja í þessu spaugi. Alveg einstakt.
Það sem fólk segir og er satt er að Jerry er ekki leikari, "hann er alltaf með eitthvað glott". Málið er að hann er ekki leikari og hann er ekki með neitt glott, hann er bara alltaf að springa úr hlátri yfir því sem er að gerast í kringum hann. Hann kann ekki trikkið hennar Elaine, eða Júlíu, að kreppa hnefana þannig að neglurnar stingast inn í lófana og meiða sig þannig að allur hlátur hverfur manni út huga. Ég er mjög sátt við Jerry en núna veit ég ekki hvað tekur við. Hvað getur huggað mig á kvöldin í sumar?
Ég dái Jerry Seinfeld og félaga hans. Seinfeld er tvímælalaust uppáhalds sjónvarpsserían mín. Tvímælalaust. Sögurnar eru súper, persónurnar yndislegar. Svo mikil ást og hamingja í þessu spaugi. Alveg einstakt.
Það sem fólk segir og er satt er að Jerry er ekki leikari, "hann er alltaf með eitthvað glott". Málið er að hann er ekki leikari og hann er ekki með neitt glott, hann er bara alltaf að springa úr hlátri yfir því sem er að gerast í kringum hann. Hann kann ekki trikkið hennar Elaine, eða Júlíu, að kreppa hnefana þannig að neglurnar stingast inn í lófana og meiða sig þannig að allur hlátur hverfur manni út huga. Ég er mjög sátt við Jerry en núna veit ég ekki hvað tekur við. Hvað getur huggað mig á kvöldin í sumar?
Comments:
<< Home
Ég mæli með QI og Jonathan Creek. Eðalþættir úr smiðju BBC, að vísu eru bara til 4-5 seríur af hvorum en á þær horfir maður aftur og aftur
bjos,
Silla
Skrifa ummæli
bjos,
Silla
<< Home