9.5.09

"Nobody made a greater mistake than he who did nothing because he could do only a little." -Edmund Burke

Loksins finn ég lífsmottóið mitt á netinu. En gaman.

Núna er ég enginn mannlífsfræðingur en er fólk ekki fyndið? Öll erum við voða svipuð, það sem okkur finnst gott (ís) og skemmtilegt (bíó), leiðinlegt (vaska upp) og sársaukafullt (reka tánna í) er allt meira og minna það sama. Það er smá breytileiki í smáatriðunum en að öllu jöfnu erum við öll mennsk og viljum bara hafa það gott. Samt snýst líf fólks um að keppast við að vera flottara en næsti maður, með fínna dót og fallegri börn.

Það sem ég skil ekki er hvernig gátum við þróast með svona svaka mikið ego? Okkar tegund vann þrátt fyrir mikinn keppnisanda milli einstaklinga. Þrátt fyrir það að vera sífellt að keppast við frænku okkar og frænda þá náðum við að berjast við öll ljónin, tígrisdýrin, styggja fílunum frá og flóðhestunum. Síðan föttuðum við allskonar kúl, tókum aðrar tegundir inn á heimilið og fengum þau til að stjana við okkur: rúlluðum þessu upp. Eina ástæðan fyrir því að ég trúi þessu er að ég er ein af okkur.

Aftur að Burke. Það væri skiljanlegt að ef eina lausnin á vanda heimsins væri fyrir hvert mannsbarn að heimsækja Mars einhverntíman á lífsleiðinni, þá féllist manni kannski hendur. Vandinn er bara ekki svo mikið vesen. Lausnin á vandanum er til. Nýji vandinn er að fólkið nennir ekki að taka þátt í lausninni því það heldur að það sem það geri skipti engu máli. Fólk neitar að skilja að það er bara pínulítill hluti af risa heild. Og að margt smátt gerir eitt stórt. Þetta er örugglega minnst dáði málsháttur okkar menningar. Einhver ætti að gera skoðunakönnun um þennan málshátt og skrifa um það doktorsritgerð.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?