23.5.09

Góðar niðurstöður

Einstaka sinnum gerist það að ég fæ góðar niðurstöður. Þá er gaman. Þá varpa ég öndinni léttar. Enn eitt hænuskrefið komið.

Úff hvað þetta er brattur vegur.

Oft gerist það líka að þegar skrefinu er náð er maður svo feginn að maður getur með engu móti einbeitt sér. Maður er bara eins og sprungin blaðra. "Ó já" hljómar í höfðinu manns og brosið nær eyrnanna á milli. Sæluvíma.

Held ég verði að fara út að skokka.

Comments:
frábært að heyra að vel gangi.

kv. m
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?