16.5.09
Eurovision Forever!
Flottasta keppni ever! Rússland er ennþá heimsveldi! Enginn þarf að efast um það í dag. Og voru litlu krakkarnir ekki sætir?
Ég kemst ekki yfir það hvað þessi keppni er mikil snilld. Hún er það besta í öllu Evrópusamstarfinu. Tvímælalaust. Var ekki gaman að sæta Alsou skyldi birtast aftur?
Ég misti reyndar alveg af keppninni í ár. Las um úrslitin í alfræðiritinu áður en ég gat horft. Sem betur fer býður sjónvarpið þegnum lýðveldisins góða þjónustu og ég get horft núna þegar það hentar mér betur. Málið er að í gær hét ég þess að skrifa eina blaðsíðu á dag hvern dag þangað til þessu er lokið. Og ég verð að standa við það því ég er búin að missa þolinmæðina á símanum. Ég bara meika ekki lengur að tala í síma. Ég fæ höfuðverk af því. Enda er ekkert náttúrulegt við það að vera með manneskju að tala inní höfðinu á manni. Þetta er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að einu samskiptin sem ég á við manninn minn eru í gegnum síma.
Góðu fréttirnar eru þær að ég skrifaði heila blaðsíðu í dag. Auk þess sem ég fór á bændamarkaðinn og keypti kjöt, mjólk, egg, morgunkorn, sultu, osta, sápu, lauk, sveppi, sellerírót, mesclun, tómatsúpu, salsa og aspas. Algjört æði. Síðan keypti ég þrjár tómataplöntur og eina papriku og gróðursetti í garðinum okkar Söru. Svo mikið súper.
Ennþá er ég hrifnust af Flor de lis en núna er Jóhanna komin á sviðið. Er hún að syngja um góðærið? Is it true? Is it over? Did I throw it away? Svarið er já, já, já. Ég elska þessa keppni.
Ég kemst ekki yfir það hvað þessi keppni er mikil snilld. Hún er það besta í öllu Evrópusamstarfinu. Tvímælalaust. Var ekki gaman að sæta Alsou skyldi birtast aftur?
Ég misti reyndar alveg af keppninni í ár. Las um úrslitin í alfræðiritinu áður en ég gat horft. Sem betur fer býður sjónvarpið þegnum lýðveldisins góða þjónustu og ég get horft núna þegar það hentar mér betur. Málið er að í gær hét ég þess að skrifa eina blaðsíðu á dag hvern dag þangað til þessu er lokið. Og ég verð að standa við það því ég er búin að missa þolinmæðina á símanum. Ég bara meika ekki lengur að tala í síma. Ég fæ höfuðverk af því. Enda er ekkert náttúrulegt við það að vera með manneskju að tala inní höfðinu á manni. Þetta er sérstaklega óheppilegt í ljósi þess að einu samskiptin sem ég á við manninn minn eru í gegnum síma.
Góðu fréttirnar eru þær að ég skrifaði heila blaðsíðu í dag. Auk þess sem ég fór á bændamarkaðinn og keypti kjöt, mjólk, egg, morgunkorn, sultu, osta, sápu, lauk, sveppi, sellerírót, mesclun, tómatsúpu, salsa og aspas. Algjört æði. Síðan keypti ég þrjár tómataplöntur og eina papriku og gróðursetti í garðinum okkar Söru. Svo mikið súper.
Ennþá er ég hrifnust af Flor de lis en núna er Jóhanna komin á sviðið. Er hún að syngja um góðærið? Is it true? Is it over? Did I throw it away? Svarið er já, já, já. Ég elska þessa keppni.
Comments:
<< Home
Hæ Tinna. Hafði ekki lesið bloggið þitt í nokkurn tíma, það er hins vegar alltaf jafn skemmtilegt. Við erum afar stolt af Jóhönnu hér heima. Fjöldi manns fagnaði þeim Moskvuförum á Austurvelli áðan. Gangi þér vel með skriftirnar.
Kveðja, Gía
Skrifa ummæli
Kveðja, Gía
<< Home