2.5.09

Don't be a stranger

Svart fólk er sérlega félagslynt. Ég dáist að því. Núna er ég búin að vera í lest í hátt í 20 tíma og ég er búin að spjalla mjög yfirborðskennt við fjórar manneskjur. Konuna sem sat við hliðiná mér í nótt, við spjölluðum rétt aðeins. Síðan voru hérna tveir Chileanskir gæjar að lina sársaukann með búsi og ég spjallaði við þá þangað til við fórum að tala spænsku og einhver kom og rak þá úr vagninum. Að lokum skiptist ég á nokkrum orðum við konu sem situr núna hinum megin við ganginn. Við vorum eitthvað að vandræðast með eitthvað. Hún er svört.

Nema hvað. í Albany bætist fullt af fólki í lestina. Ég er með allskonar drasl í sætinu mínu til að enginn setjist þar og konan hinum megin er með risa ferðatösku sem fullorðinn maður vippar upp á grindina, sest hjá henni og þau eru búin að skiptast á lífssýn og sögu, búin að spjalla samfellt í tvo tíma. Hún er búin að draga upp möppu með myndum af sér. Þau eru óstöðvandi. Og þetta er ekkert einstakt. Síðast þegar ég var í lest var gamall maður, svartur, fyrir aftan mig. Þegar svört kona sest hjá honum eru þau bara eins og Hans og Gréta. Þekkjast, spjalla um heima og geima. Bara eins og að tala við besta vin sinn. Mér finnst þetta geðveikt merkilegt. Vildi að ég væri svona félagslynd.

Comments:
Af hverju í ósköpunum velurðu ferðamáta sem er 20 tímar??? Færð þú borgað fyrir að taka lestina?

Vala
 
Mér finnst ljómandi gaman að vera í lest. Maður sér landslagið þjóta hjá og það er svolítið eins og að vera til fyrir 100 árum. Síðan getur maður líka einbeitt sér vel í lest og þar er rafmagnsinnstunga, kjöraðstæður til að skrifa ritgerð. Þú ættir að prófa það Vala, ég mæli með því.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?