13.5.09

Contrarians

er fólk sem vill ekki trúa því að veðurfarsbreytingar eru að eiga sér stað af völdum mannanna. Þetta fólk fer nett í taugarnar á vísindamönnum sem rannsaka veðurfarsbreytingar. Á nokkra vikna millibili kemur einhver contrarian fram með nýtt graf sem sýnir að jörðin sé að kólna, ekki hitna. Hérna er einn, sem heitir líka því skemmtilega nafni Monckton og er þar að auki greifi sem á skjaldamerki. Hann er nú meiri karakterinn, teiknar gröf eins og hann sé að æfa sig á reglustiku, lítil lína upp, önnur niður, eina langa hérna... ég veit ekki hvað hann er að hugsa þegar hann teiknar þessi gröf. Hérna er eitt.


og hérna er sama graf, bara rétt. Svarta línan og grái borðinn í þessu grafi samsvarar bleika borðanum í grafinu að ofan. Gistemp eru hitastigs gögn frá bandarísku geimrannsóknastofunni, NASA, og hadCRUT3 eru hitastigsgögn frá bresku veðurstofunni.


Lóðrétti ásinn er meðalhitastig allrar jarðarinnar miðað við meðalhitastig á árunum 1980-1999. T.d. Árið 2005 var um 0.3 gráðum heitara en að meðaltali á tímabilinu 1980-1999. Auðvitað er aðeins einkennilegt að láta grafið byrja árið 2002, fyrir 7 árum síðan, þegar til eru gögn sem fara miklu lengra aftur í tímann.



Ég er bara orðlaus.

Hvernig nennir einhver að standa í þessu, og það greifi! Ég hélt nú að greifar hefðu eitthvað betra við tímann að gera. Hvernig er hægt að hafa það á samviskunni að reyna vísvitandi að afvegaleiða fólk þegar um framtíð þess er að ræða? Það er mér hulin ráðgáta.

Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?