28.5.09

Ástandið á manni

Húsnæðislaus hvort í sinni borginni. Leigusamningurinn minn er að renna út og þar sem ég er um það bil að klára þá ætla ég ekki að endurnýja hann. Er að spá í því hvar ég eigi að búa. Veit það ekki alveg. Óli er líka að flytja úr sinni íbúð. Og hann veit heldur ekki hvar hann ætlar að búa. Við erum í ruglinu. Það er alveg ljóst.

Kona sem er ekki í ruglinu er tengdamóðir mín. Hún er að verða skólastjóri. Skólastjóri stærsta skólans á öllu Íslandi. Fyrir utan kannski háskólann.

Leiðbeinandinn minn sagði mér í hundraðasta skipti að ég ætti kannski að gera eina analísu. Ég er nú orðin aðeins leið á því að heyra að ég ætti endilega að gera eitthvað sem ég er löngu búin að gera og segja honum frá því aðra hverja viku. Þá sagði hann að það væri kannski kominn tími fyrir mig að ljúka þessu þá og finna mér einhvern klárari gæja til að vinna með. Því var ég hjartanlega sammála. Þetta er komið gott.

Comments:
Thad eru fullt af klarum gaejum i Boston ;)
 
Þetta reddast! Bæði með húsnæðið og með leiðbeinanda. Hef fullkomna trú á því. Hey Tinna! Var í Reykjadalnum í dag.. :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?