13.4.09

glitz in the matrix

Við Orri vorum í sumarbústaðnum við Þórisvatn í Flókadalnum eina kalda mars nótt. Þótti okkur ráð að kynda og kveikja á kertum og lömpum. Ekki er mikið um rafmagn við Þórisvatn og því er um að ræða viðarkamínu og olílampa. Ég skima um eftir lampa og finn gamlan rauðan olíulampa sem ég hafði keypt erlendis fyrir alllöngu. Sá er með tvem höldum, einu stóru og einu litlu, sem er bara smá lykkja á toppnum. Stóra haldið hafði greinilega brotnað því í staðin fyrir það var appelsínugulur spotti úr nælon. Ég tek því í litlu lykkjuna og flyt lampann á eldhúsborðið. Finn olíuna og bý mig undir að hella henni á. Er ég sný mér aftur að lampanum er upprunalega haldið komið á hann aftur.

Ekki tel ég huldufólk vera svo snart í snúningum og því finnst mér augljóst að þetta hafi verið glitch in the matrix. Ég er núna frekar spennt að vita hvernig og hvenær haldið brotnar og hver setur appesínugulan nælonspotta í staðin.

Comments:
spúkí!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?