10.3.09

Norður á Krók

Hér er dásamlega fallegt og friðsælt. Í raun alveg yndislegt. Úti er allt hvítt. Sólin skín og það er stillt. Ég er með aðstöðu á ljómandi góðri skrifstofu. Það er voða notalegt hjá Siggú og Hjössa, þau eru hér eins og blóm í eggi.

Ég er að skipuleggja fyrirlestur. Ég er að fara í mína fyrstu heimsókn í annan háskóla og bauðst náttúrulega til að halda fyrirlestur. Það er ekki skylda en samt, eiginlega. Gaman að þessu. Eeek.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?