8.3.09

Komin heim til mömmu

Það er nú alltaf best að kúra undir vængnum, svo hlýtt og notalegt og síðan fær maður væna, feita ánamaðka beint oní kok. Eða eitthvað sambærilegt, sætar kartöflur og nautakjöt á Singapúrska vísu.

Óli er í flugvélinni á leið til fyrirheitna landsins. Ég er að fara norður í fyrramálið, á Sauðárkrók, að finna mína æskuvinkonu. Við héldum súpergott partí á föstudaginn. Þrátt fyrir klaufaskap við boðun vina og vandamanna þá mættu flestir sem við vonuðum að myndu mæta og sýndu af sér mikið kæti. Takk kærlega fyrir skemmtilegheitin alle mine venner.

Comments:
Ofsagaman í gleðinni hjá ykkur. Takk fyrir mig. Bið að heilsa æskuvinkonunni.
Vala
 
Ohh þarna missti ég af öðru partýi:/ why?? WWwwwhhhyyyyyyyy??!!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?