17.3.09
Jæja
Það er nú alveg ágætt að vera heima hjá sér. Heima hjá mömmu og Sunnu, Orra og Mæsu, ömmu og afa, Snúllu og Magga, manns fjölskyldu. Ég eldaði ljómandi góðan mat í Stóragerðinu í kvöld og við borðuðum í eldhúsinu. Ég þurfti aðeins að berjast fyrir því en það er bara miklu betra. Það er ómögulegt að borða í stofunni. Ómögulegt.
Við vorum með brokkolí með sinnepssmjöri og kapers. Það er súper. Kartöflugratín með púrrulauk, bakaða sæta kartöflu, salat og gufusoðið fennel. Ávextir í desert og síðan kaffi og súkkulaði. Eins gott og lífið getur orðið. Og við sátum sjö í kringum borðið í eldhúsinu, alveg eins og í gamladaga nema það voru engin olnbogaskot eða fólk að kvarta undan plássleysi. Orri og Mæsa sátu í Villu og Böddu sæti. Nonni í Snúllu sæti og við Sunnsa í pabba og Nonna sæti. Amma og afi sátu þar sem þau hafa setið í 50 ár. Í tvo hálfan þriðja áratug.
Núna er ég að bíða eftir að forritið keyri. Það er eitthvað hægfara þessa dagana, ég veit ekki hvað er að. Eitthvað lítið bögg. Afmælisdagurinn hennar Sunnu fór vel fram. Við vöknuðum snemma og vorum með hlaðborð af ristabrauði og sultu, möffin og allskonar. Jamm, það er ekki hægt að segja annað en að lífið er dásamlegt.
Við vorum með brokkolí með sinnepssmjöri og kapers. Það er súper. Kartöflugratín með púrrulauk, bakaða sæta kartöflu, salat og gufusoðið fennel. Ávextir í desert og síðan kaffi og súkkulaði. Eins gott og lífið getur orðið. Og við sátum sjö í kringum borðið í eldhúsinu, alveg eins og í gamladaga nema það voru engin olnbogaskot eða fólk að kvarta undan plássleysi. Orri og Mæsa sátu í Villu og Böddu sæti. Nonni í Snúllu sæti og við Sunnsa í pabba og Nonna sæti. Amma og afi sátu þar sem þau hafa setið í 50 ár. Í tvo hálfan þriðja áratug.
Núna er ég að bíða eftir að forritið keyri. Það er eitthvað hægfara þessa dagana, ég veit ekki hvað er að. Eitthvað lítið bögg. Afmælisdagurinn hennar Sunnu fór vel fram. Við vöknuðum snemma og vorum með hlaðborð af ristabrauði og sultu, möffin og allskonar. Jamm, það er ekki hægt að segja annað en að lífið er dásamlegt.