25.3.09
Það er gott að vera í Ameríku
Þá getur maður tekið lest og unnið eins og snar brjálaður maður. Ég hugsa að ég hafi aldrei verið jafn dugleg og ég er búin að vera undanfarna daga. Er mætt í vinnuna rúmlega sjö. Komin með kaffi og rúnstykki hálf átta. Borða fyrir framan tölvuna og fer bara heim til að sofa. Ástæðan er job-talk. Minn yndislegi leiðbeinandi er búinn að pota mér í tveggja daga heimsókn til gæja sem gerir svipaða hluti og ég með þeirri von að hann vilji ráða mig. Sjáum til. Ég verð allavegana með flottan fyrirlestur. Finnst mér.
En það var þvílík himnasæla að taka lest í 18 tíma. Hún var meira að segja á undan áætlun. Korteri. Bilaði ekki einu sinni. Ég hugsa að ég kaupi mér áskrift. Málið er náttúrulega að taka með sér nesti, dóp og tölvuna sína. Dópið var bara imovan sem ég var svo lukkuleg að geta betlað af frænku minni henni Snúllu. En það kom að mjög góðum notum, ég svaf í 10 tíma eins og kuðungur. Kom súperhress til Chicago.
En það var þvílík himnasæla að taka lest í 18 tíma. Hún var meira að segja á undan áætlun. Korteri. Bilaði ekki einu sinni. Ég hugsa að ég kaupi mér áskrift. Málið er náttúrulega að taka með sér nesti, dóp og tölvuna sína. Dópið var bara imovan sem ég var svo lukkuleg að geta betlað af frænku minni henni Snúllu. En það kom að mjög góðum notum, ég svaf í 10 tíma eins og kuðungur. Kom súperhress til Chicago.