6.1.09
Vá hvað þetta er geðveikt
Þetta Housing Works. Indælis ljómandi ljómi. Íbúðin okkar er náttúrulega eins og frystikista. Frystikista með litlum barbí varðeldi. Því ákvað ég að vinna að heiman í dag og Housing Works varð fyrir valinu. Hér er svaka hlýtt. Ég var líka svo snemma í því að ég fékk besta sætið við ofninn. Hér er líka fallegt. Stórar bókahillur með stigum og svalir fyrir þá sem vilja sita og skoða bækur uppi. Síðan eru jólaljós, ljúf tónlist, indælis fólk að vinna kauplaust, alveg ágæt kaffitería, ró og næði. I´m loving it.