20.1.09
Til hamingju heimur
Ég get ekki farið að sofa án þess að skrifa eina línu á bloggið á þessum merka degi. Loksins er ég stolt af stjúplandinu mínu. Og það er allt einum manni að þakka. Einni konu, og kannski líka Axelrod.
Núna er ég bjartsýn. Heimurinn er í góðum höndum. Maðurinn við stýrið er heill. Og bandarískur almenningur kaus hann. Flykktist í sjálfboða vinnu og síðan á kjörstaði.
Sérstaklega fannst mér athyglisvert þegar hann minntist á efnahagsástandið og krísuna. Aldrei áður hefur fólk haft það jafn gott og við höfum það í dag. Við eigum nóg af mat, ferskmeti allt árið um kring, okkur er ekki kalt, við búum við farsælt lýðræði, við erum frjáls. Þetta eru ekki eðlilegir og sjálfsagðir hlutir. Þeir komu ekki óvart. Þetta eru forréttindi og afleiðing þrotlausrar vinnu og fórna forfeðra og mæðra okkar. Svo við getum vitað að ef við höfum þeirra gildi að leiðarljósi, gildi um vinnusemi og heiðarleika, kjark og drengileg vinnubrögð, umburðalyndi og forvitni, tryggð og þjóðernishyggju, þá munum við finna réttu brautina áfram. Veg farsældar. Engin þörf að hringja í vælubílinn.
Núna er ég bjartsýn. Heimurinn er í góðum höndum. Maðurinn við stýrið er heill. Og bandarískur almenningur kaus hann. Flykktist í sjálfboða vinnu og síðan á kjörstaði.
Sérstaklega fannst mér athyglisvert þegar hann minntist á efnahagsástandið og krísuna. Aldrei áður hefur fólk haft það jafn gott og við höfum það í dag. Við eigum nóg af mat, ferskmeti allt árið um kring, okkur er ekki kalt, við búum við farsælt lýðræði, við erum frjáls. Þetta eru ekki eðlilegir og sjálfsagðir hlutir. Þeir komu ekki óvart. Þetta eru forréttindi og afleiðing þrotlausrar vinnu og fórna forfeðra og mæðra okkar. Svo við getum vitað að ef við höfum þeirra gildi að leiðarljósi, gildi um vinnusemi og heiðarleika, kjark og drengileg vinnubrögð, umburðalyndi og forvitni, tryggð og þjóðernishyggju, þá munum við finna réttu brautina áfram. Veg farsældar. Engin þörf að hringja í vælubílinn.