27.1.09
Stressaðar agnir
Nei, það eru ekki bara stjórnmálamenn og flugumferðastjórar sem þjást af stressi. Þessir sætu svifþörungar verða svaka stressaðir þegar næringaefnin eru af skornum skammti.
Ég fann alveg ljómandi góða grein um hversu límanlegir þessir gæjar eru, sem er eitthvað sem ég er að spá í þessa dagana, og á forsíðunni var þessi mynd. Mér til mikillar undrunar. Svo ég ákvað að hengja hana hérna upp, og ætli það sé þá ekki best að taka fram að hún er teiknuð af Nivi Alroy.
En það er með agnir eins og mennina að þegar lífið tekur beygju suður á bóginn, þá reyna þær að halda hópinn, búa til slím, snúa bökum saman og sameinast í hallærinu.