26.1.09

Sjáðu jökulinn loga

er ein besta setning sem ég kann í dag. Er hún ekki falleg? Hún hljómar svo fallega og lýsir svo mikilli ást til föðurlandsins. Það er líka alveg magnað að sjá allt fólkið á Austurvelli. Fólk lætur ekki bjóða sér það að það og sín þjóð sé höfð að fífli.

En þessi póstur átti ekki að byrja með svona miklum drama. Þetta er nefnilega boðskort. Boðskort í gönguferð eitthvað um landið kæra. Enn á eftir að ákveða leiðina. Það sem er ljóst er að nesti verður borðað á miðri leið og að endað verður í sundi og heita. Málið er að við Óli erum að koma í smá heimsókn í mars og síðast eða þarsíðast þegar við komum í heimsókn skipulagði ég gönguferð í Hveradalinn fyrir lesendur mína ^.^ og var það alveg súper.

Því vona ég að allir sem vettlingi geta valdið taki frá sunnudaginn 1. mars og komi með í svona 2-3 tíma gönguferð uppí sveit.

Comments:
ég kem!
KV. aNNA
 
1.mars tekinn frá :) kv.Lilja ps búin að sakna pólitísku frænku minnar mikið síðasta mánuð
 
Hæ Tinna. Skrái mig hér með í gönguferðina góðu. Kv, gía
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?