25.1.09
Lurkum lamin
Við Óli létum loksins verða af því að fara í ísklifur, en það er nokkuð sem við höfum verið spennt fyrir að prófa í svolítinn tíma. Við lögðum af stað í bítið í gær í rútu upp til New Paltz með félaga okkar Toh og hittum þar leiðsögumanninn hann Jason. Hann er mikill fjallamaður og gat kennt okkur the basics eins og hvernig gengur maður niður íshellu með brodda undir fótunum og síðan hvernig ber maður sig að með öxi í sitthvorri hendi við að komast upp lóðréttan vegg hulinn ís og grýlukertum. Það kemur í ljós að ef grýlukertið er nógu svert, þá má höggva í það og hífa sig upp á öxinni sem stendur pikkföst í því. Gaman!
Við klifruðum fjórar brautir. Eftir fyrstu var ég svo "pumped out" að ég hef aldrei upplifað annað eins. Maður klifrar bara í róleguheitunum og það eina sem maður hugsar um er "hvar á ég að höggva næst?", "hvar á ég að stinga broddunum í?", "er einhver lítil dæld til að krækja öxinni í?", "heldur þetta?". Eingin önnur hugsun kemst fyrir. Ekki einu sinni "ætli ég sé að verða eitthvað þreytt?". Maður heldur bara áfram þangað til manni skrifar fótur eða öxin var ekki eins föst og maður hélt, hangir í reipinu og finnur að handleggirnir láta ekki af stjórn, aukabatteríin eru tóm.
Ég hugsaði ekki um vinnuna mína allan daginn. Líkanið, veðurfarsbreytingar, leiðbeinandinn, voru ekki til. Ég veit ekki hvort það sé að hlaupast frá raunveruleikanum eða hvort ég sé svo harðgift vinnunni minni að ég þarf eitthvað meiriháttar til að fá smá breik. Þetta var allavegana geðveikt. Ég hugsa að við séum að fara að selja skíðin og kaupa axir.
Við klifruðum fjórar brautir. Eftir fyrstu var ég svo "pumped out" að ég hef aldrei upplifað annað eins. Maður klifrar bara í róleguheitunum og það eina sem maður hugsar um er "hvar á ég að höggva næst?", "hvar á ég að stinga broddunum í?", "er einhver lítil dæld til að krækja öxinni í?", "heldur þetta?". Eingin önnur hugsun kemst fyrir. Ekki einu sinni "ætli ég sé að verða eitthvað þreytt?". Maður heldur bara áfram þangað til manni skrifar fótur eða öxin var ekki eins föst og maður hélt, hangir í reipinu og finnur að handleggirnir láta ekki af stjórn, aukabatteríin eru tóm.
Ég hugsaði ekki um vinnuna mína allan daginn. Líkanið, veðurfarsbreytingar, leiðbeinandinn, voru ekki til. Ég veit ekki hvort það sé að hlaupast frá raunveruleikanum eða hvort ég sé svo harðgift vinnunni minni að ég þarf eitthvað meiriháttar til að fá smá breik. Þetta var allavegana geðveikt. Ég hugsa að við séum að fara að selja skíðin og kaupa axir.