28.1.09

Inspírasjón

Væri gott að fá. Ég er að bíða eftir því að sósan sjóði og þá er gott að skrifa blogg. Betra samt hefði maður um eitthvað að skrifa. Eitthvað merkilegt. Procol Harum er undir nálinni því faðir minn hafði mikið dálæti af þeirri hljómsveit og í dag er afmælisdagur hans. Ég er að læra að meta þessa hljómsveit. Hægt og sígandi. Í matinn er graskersbúðingur, sformata di zucca. Soðið spínat með hvítvínssósu með. Þannig að ég varð að opna hvítvínsflösku. Mér finnst það sama um hvítvín og mér finnst um kakó. Hvers vegna að drekka hvítvín/kakó þegar heimurinn hefur upp á rauðvín/kaffi að bjóða?

Comments:
Takk fyrir ahugaverdar upplysingar
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?