5.1.09
Hversdagsjarm
Er það sem þessi bloggfærsla er. Það eru allskonar smáatriði hérna í New York, nánar tiltekið á horninu á Lafayette og Spring sem mættu betur fara. Til dæmis er svaka kalt. Sem betur fer er ég svo heppin að vera íslensk og á því allskonar lopapeysur og ullarsokka. Hér er líka gas-ofn sem hjálpar. Hitt vandamálið eru óþreyjfullir ökumenn sem flauta daginn út og inn, sérstaklega á kvöldin, þó það sé bannað. Það er $350 sekt sem maður má eiga von á að fá, flauti maður á þessum gatnamótum. Málið er að það er enginn lögga sem stendur í viðbragðsstöðu, tilbúin að sekta þann sem flautar. En. Ég er með lausn á þessu vandamáli. Teóretíska, sennilega ekki praktíska.
Lausnin felst í því að gangandi vegfarendur mega sekta ökumenn. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá gætu heimilislausir eða aðrið atvinnulausir einstaklingar tekið það að sér að standa á götuhornunum og innheimt $350 frá þeim sem flauta. Þetta er ekki mikið mál þar sem heimilislausir standa nú þegar á götuhornum og betla. Snilldin við þessa lausn er að hún slær tvær flugur í einu höggi. Hávaðamengun og hýbíli heimilislausra.
Já já, annars er ekki mikið að frétta. Við fórum í klifurhúsið í gær og ég klifraði eina svaka erfiða braut. Það var geðveikt. Strákarnir Óli og Guil voru alveg steinhissa. Síðan fengum við okkur pizzu sneiðar á Two Boots, Óli fékk sér Sicillian og ég fékk mér fröken Cleopatra Jones. Saman fengum við okkur eina Tony Clifton. Hún var best. Eftir pizzu fórum við í bíó á Slumdog millionaire sem var alveg æðisleg. Ekki missa af dansatriðinu í lokin. Vá hvað ég væri til í að búa á Indlandi og vera indversk. Það held ég að sé ekki síðra en að vera íslensk. Ef maður fæðist allavegana inní miðstétt. Góður matur, góð tónlist, alltaf dans, hlýtt og notalegt. Ekki það að ég sé eitthvað að kvarta yfir að vera Íslendingur. Það er svosem ágætt.
Lausnin felst í því að gangandi vegfarendur mega sekta ökumenn. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Þá gætu heimilislausir eða aðrið atvinnulausir einstaklingar tekið það að sér að standa á götuhornunum og innheimt $350 frá þeim sem flauta. Þetta er ekki mikið mál þar sem heimilislausir standa nú þegar á götuhornum og betla. Snilldin við þessa lausn er að hún slær tvær flugur í einu höggi. Hávaðamengun og hýbíli heimilislausra.
Já já, annars er ekki mikið að frétta. Við fórum í klifurhúsið í gær og ég klifraði eina svaka erfiða braut. Það var geðveikt. Strákarnir Óli og Guil voru alveg steinhissa. Síðan fengum við okkur pizzu sneiðar á Two Boots, Óli fékk sér Sicillian og ég fékk mér fröken Cleopatra Jones. Saman fengum við okkur eina Tony Clifton. Hún var best. Eftir pizzu fórum við í bíó á Slumdog millionaire sem var alveg æðisleg. Ekki missa af dansatriðinu í lokin. Vá hvað ég væri til í að búa á Indlandi og vera indversk. Það held ég að sé ekki síðra en að vera íslensk. Ef maður fæðist allavegana inní miðstétt. Góður matur, góð tónlist, alltaf dans, hlýtt og notalegt. Ekki það að ég sé eitthvað að kvarta yfir að vera Íslendingur. Það er svosem ágætt.
Comments:
<< Home
Nei veistu Tinna, eg hugsa thu myndir ekki njota thess neitt svakakega mikid ad bua a Indlandi midad vid thad sem thu segir um flauthavadan a gotuhorninu thinu. Indland er alveg oskaplega havaert land og eina umferdarreglan sem allir fara eftir i of miklum maeli er su ad flauta daginn ut og inn.
(sja nanar 7. malsgrein http://asiusilla.bloggar.is/blogg/408633/Vardandi_indverska_umferd )
Gledilegt nytt ar! :D
Skrifa ummæli
(sja nanar 7. malsgrein http://asiusilla.bloggar.is/blogg/408633/Vardandi_indverska_umferd )
Gledilegt nytt ar! :D
<< Home