14.1.09

Hell Yes

Þetta housing works er svo mikil snilld. Ég sit hérna í kaffinu og deili borði með tvem stelpum og tvem körlum. Þeir eru með hreim eins og Jerry og George. Eða Woody Allen. Ræðandi málin um hvernig þeir geta aflað sér einhverra peninga. Einhvað cash. Hver þarf ekki cash?

Önnur stelpan er að taka viðtal við hina. Hún er málari og ólst upp í Brooklyn, the projects, blokk 255. Byrjaði að mála þegar hún var lítil, hengdi myndirnar upp á vegg í skólanum og utan, útá götu, hvar sem er.

Það er allt fullt hérna. Allir vilja vera í housing. Í hljýjunni. Enda er arctic chill. Loft gusa úr norðri. Alveg svaka kalt. Hrikalega kalt.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?