19.1.09

Draumurinn rætist

Hvað þýðir það fyrir Bandaríkjamenn að Obama er forseti?

"The key thing is there are no more excuses for anybody. It means no matter who you are in this nation that you can rise to the top of whatever it is that you do and that you don't have to feel limited," [Dr. Ben Carson] said.

Mér finnst það við hæfi að taka línu úr Chicago Sun núna þegar ég er komin til Chicago.

Þessi tími í Bandaríkjunum er sögulegur. Það er ótrúlegt að upplifa þetta. Það er svo magnað þegar fólk brýst upp á topp með hugsjón og sannfæringu að leiðarljósi. Úr engu á toppinn. Þetta er ameríski draumurinn. Ameríski raunveruleikinn. Ekki lengur bara draumur.

Ég fyllist lotningar við tilhugsunina um það að svartir menn og konur voru flutt hingað nauðug í þrældóm. Komið var fram við þau eins og skepnur í aldanna rás en smám saman náðu þau að brjótast í gegnum hvern múrinn á fætur öðrum og núna í dag gegnir svartur maður æðstu stöðu farsælasta lýðveldi heims.

Fólk lætur bara ekki kúga sig. Við erum eins og sebrahestar, ekki mikið fyrir að láta temja okkur. Og lýðræði er vettvangur þar sem við blómstrum. Þar sem einstaklingar fá jöfn tækifæri. Það er það eina sem þarf. Þá er hægt að sigrast á hverju sem er. Kemur í ljós.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?