17.12.08
Voða mikið knús frá San Francisco
Mmmmm, ég fíla San Francisco frekar vel. Hún er svo kósí. Akkúrat núna sit ég á starbucks sem er nokkuð sem ég reyni að forðast en í kvöld varð ég endilega að komast í tiltölulega fría internet tengingu til að tékka á nokkrum hlutum í sambandi við líkanið mitt. Ráðstefnan gengur svaka vel. Ég er búin að vera svaka dugleg að skoða annara manna plaggöt og rakst á nokkur sem gáfu mér góðar hugmyndir varðandi mitt research. Það er æði, ég hef eiginlega ekki upplifað það áður. Hef verið meira upptekin af því útskýra mitt research fyrir öðrum og fá feedback frá því.
Síðan hitti ég Íslending. Rétt eftir að ég fór að plaggatinu hennar Sigurlaugar og sá þar ekki annað fyrir en auðan vegg. Það var notalegt, landið mitt ekki alveg í molum. Þeas að hitta Íslendinginn, ekki auða vegginn hennar Sigurlaugar. Íslendingurinn var Benni sem ég var einu sinni með í stjórn Stiguls. Hann fræddi mig um ris og sig Heklu. Næsta gosi spáð eftir ár eða tvö. Spennandi.
Síðan hitti ég Andreas, samstarfsmanninn minn í Oregon. Við vorum bæði aðeins vandræðaleg í eina sekúndu því við höfum ekkert verið í sambandi eða unnið í verkefninu okkar í heilt ár. Og okkur finnst báðum eins og það sé okkur að kenna. En síðan establisheruðum við að við værum bæði upptekin og því ekki komist í þetta, og þá leið okkur báðum betur. Eða það held ég allavegana.
Jæja, líkanið búið að keyra heilt ár. Það er nóg. Gleðilega aðventu og knús frá SF, ykkar Tinna
Síðan hitti ég Íslending. Rétt eftir að ég fór að plaggatinu hennar Sigurlaugar og sá þar ekki annað fyrir en auðan vegg. Það var notalegt, landið mitt ekki alveg í molum. Þeas að hitta Íslendinginn, ekki auða vegginn hennar Sigurlaugar. Íslendingurinn var Benni sem ég var einu sinni með í stjórn Stiguls. Hann fræddi mig um ris og sig Heklu. Næsta gosi spáð eftir ár eða tvö. Spennandi.
Síðan hitti ég Andreas, samstarfsmanninn minn í Oregon. Við vorum bæði aðeins vandræðaleg í eina sekúndu því við höfum ekkert verið í sambandi eða unnið í verkefninu okkar í heilt ár. Og okkur finnst báðum eins og það sé okkur að kenna. En síðan establisheruðum við að við værum bæði upptekin og því ekki komist í þetta, og þá leið okkur báðum betur. Eða það held ég allavegana.
Jæja, líkanið búið að keyra heilt ár. Það er nóg. Gleðilega aðventu og knús frá SF, ykkar Tinna