12.12.08
Vatn og brauð
er það sem ég lifi á þessa dagana. Í dag fékk ég brauð með brie í morgunmat, brauð með brie í hádegismat og brauð með smjöri og sultu í kvöldmat. Smjörið fann ég í einum ískáp og sultuna í öðrum. Reyndar er Pam búin að vera að leika jólasvein undanfarna daga. Í dag fengum við appelsínu. Í gær súkkulaði. Daginn þar áður kex. Hún kemur með fullan poka af góðgæti og deilir á milli greyjanna sem eru að stressa sig við að fá og skilja niðurstöðurnar sínar. Voða huggulegt. Síðan gaf Emilia mér epli og banana svo ég er nú bara nokkuð vel haldin. En ég hlakka samt til að fara á vesturstöndina og fá kóreanskan mat. Mmmmm.