11.12.08
Svo lukkuleg
Já, ég var svo lukkuleg með að vera boðið á sinfóníutónleika í fyrradag. Kínversku strákarnir í deildinni, Zuowei og Da, voru að fara með strák frá Beijing sem forfallaðist svo þeir buðu mér í staðin. Við sátum fyrir aftan hljómsveitina og sáum 80 ára gamlan stjórnandann vel. Þau spiluðu Haydn og Bruckner, fyrsta stóra verkið hans sem hann skrifaði seint á ferlinum í kringum andlát Wagners.
Síðan hlupum við eins og fætur toguðu gegnum allt downtown til að komast í Trader að kaupa piparkökuhús. Seint um kvöld skreytti ég svo blessaða piparkökuhúsið og púslaði því saman. Fór með það í skólann til þess eins að splundra því við fagnaðarlátum. En þetta er um það bil að verða hefð hérna í deildinni, að stúta piparkökuhúsi með kampavínsflösku í jólaboðinu. Frekar góð hefð að mínu mati.
Forritið er smám saman að taka á sig AGU mynd. Svo geðveikt spennandi. Ég sit hérna á stólbríkinni að keyra mismunandi scenario og fá flottar myndir. Ef ég bara gæti sett eina hér inn...
Tókst! Þessi mynd lýsir hversu hratt agnirnar sökkva með dýpi. Dýpi er á lóðrétta ásnum og stærð agna er á lárétta. Efst er yfirborð sjávar, neðst sjávarbotn. Til vinstri eru litlar agnir, til hægri stórar. Heitu litirnir eru agnir sem sökkva hratt, köldu litirnir sökkva hægt. Úr myndinni má því lesa að stórar agnir sem eru á meira dýpi sökkva hraðar en litlar agnir á litlu dýpi. Ha!
Síðan hlupum við eins og fætur toguðu gegnum allt downtown til að komast í Trader að kaupa piparkökuhús. Seint um kvöld skreytti ég svo blessaða piparkökuhúsið og púslaði því saman. Fór með það í skólann til þess eins að splundra því við fagnaðarlátum. En þetta er um það bil að verða hefð hérna í deildinni, að stúta piparkökuhúsi með kampavínsflösku í jólaboðinu. Frekar góð hefð að mínu mati.
Forritið er smám saman að taka á sig AGU mynd. Svo geðveikt spennandi. Ég sit hérna á stólbríkinni að keyra mismunandi scenario og fá flottar myndir. Ef ég bara gæti sett eina hér inn...
Tókst! Þessi mynd lýsir hversu hratt agnirnar sökkva með dýpi. Dýpi er á lóðrétta ásnum og stærð agna er á lárétta. Efst er yfirborð sjávar, neðst sjávarbotn. Til vinstri eru litlar agnir, til hægri stórar. Heitu litirnir eru agnir sem sökkva hratt, köldu litirnir sökkva hægt. Úr myndinni má því lesa að stórar agnir sem eru á meira dýpi sökkva hraðar en litlar agnir á litlu dýpi. Ha!