30.12.08

The long thaw

Bók. Þetta er linkur á bók sem leiðbeinandinn minn er nýbúinn að skrifa. Hún fjallar um veðurfars-afleiðingar aukins CO2 í andrúmsloftinu. Ég mæli með henni ef einhver hefur áhuga á svoleiðis spekulasjónum. Hún er skrifuð með það í huga að foreldrar manns geti skilið hana. Þeas. einhver sem er ekki sérfræðingur.

Síðan get ég nú ekki orða bundist yfir ummæli einnar konu er stundar nám í höfuðborg Bandaríkjanna í sambandi við fjárskort og lélegt fjárflæði frá lánasjóði námsmanna. En hún sagði, alveg dauðhneyksluð og reið, að hún hefði þurft að nota tepokana sína tvisvar! Tvisvar. Mér finnst þetta fyndið því fyrir flestum er það nú bara eðlilegur hlutur að nota tepokana tvisvar. Þeir duga alveg í tvo bolla. Það er að fleygja verðmætum útum gluggan að fleygja hálfnotuðum tepoka. Við Óli lágum í kasti yfir þessari dekursnót og vinkonu hennar sem fór að skæla. Tvisvar. Hvernig ætlar þú að komast af núna í vetur þegar þú átt bara fyrir leigu og rafmagni? Spyr Kastjóss konan. Herja á fjölskylduna. Svaraði greyið áður en gráthrina númer tvö skall á. Það er svo margt sem ég skil ekki í sambandi við þetta. Í fyrsta lagi. Yndislegt að eiga fjölskyldu sem lætur sig um mann varða og hjálpar manni í neyð/vanda. Í öðru lagi, ef viðkomandi á ekki efni á að stunda nám erlendis, af hverju hættir hann þá ekki, eða flytur heim þar sem það er ódýrara að læra? Það er eins og fólk hafi aðeins blindast af þessum sýndarveruleika sem er búinn að þekja Ísland síðastliðin tíu ár eða svo. Fyrir bara nokkrum áratugum þótti ekkert sjálfsagt að fara erlendis í nám. Spyrjið bara hana ömmu mína Bíbí. Eða hálfa heimsbyggðina. Hún myndi segja það forréttindi að fá að læra í sínu heimalandi. Spyrjið mig sem er búin að vera í sömu leppunum svo lengi að þeir eru komnir aftur í tísku. Ég borða svo mikið af karöflum og brauði að þegar ég elda almennilegan mat er ég svo hamingjusöm að ég þarf að útvarpa því á Netinu. Ég er ekkert smá hneyksluð á þessum ofdekruðu velmegunarstúdentum. Að láta svona eins og smábörn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?