18.12.08

Jólin koma, jólin koma

Ég man ekki hvenær ég var jafn spennt fyrir jólunum og ég er núna. Ég er búin að skrifa 30 jólakort. Hlusta á jólaplöturnar og kom meira að segja með jólatré sem er núna í hótelherberginu okkar Katie. Ég er búin að fá jólaglögg, borða piparkökur að ég tali nú ekki um piparkökuhúsið sem ég lét kínversku strákana hlaupa 10 blokkir eftir. Metnaður í jólahygge. Síðan er ég búin að ákveða að baka randalín. Brúna. Mmmm. Það sem er spes er að við Óli verðum saman um jólin. Ohhh, en sætt. Eins og það er nú yndislegt að vera með mömmu og hele genget þá er alveg spes að vera með elskunni sinni á jólunum.

Plaggats sýningin mín gekk svaka vel. Fullt af fólki kom og var svaka spennt. Það var gaman. Nokkrir gæjar spurðu mig spjörunum úr. Gaman þegar vinnunni manns er sýnd áhuga. Það gerist ekki svo oft. Og á morgun er ég komin með boð í kvöldmat. Jess.

Comments:
Ohhhh já, ég er líka komin í jólaskap! Loksins - eftir að snjórinn féll hér í Boston. Svakajóló!
Gott að heyra að gekk vel í San Fran, heyri kannski í ykkur fyrir jól...
Knús,
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?