1.12.08

Jó jó

Muniði þegar heill her af fólki kom í Hvassó að kynna nýtt jó jó? Kók jó jó in. Vá hvað það er almennilegt, að kynna fyrir íslenskum sveitakrökkum nýjustu þróun í dóti. Amma Bíbí fékk að smakka kók í Austurbæjarskóla á sínum tíma. Hún var nú ekki hrifin af því. Skiljanlega. En það er hughreystandi að vita að kók menn passa upp á okkur. Passa að við séum ekki útá þekju. Ég held að ég hafi verið nokkuð hrifin af jó jó. Æfði mig allavegana þónokkuð. Tiltölulega árangurslaust.

En þetta var nú ekki það sem ég ætlaði að skrifa um. Mér líður bara eins og jó jó i þessa dagana. Þeytist á milli Hyde Park og Soho. Ofganna á milli. Ég er núna að vona að ég nái vélinni til Chicago á morgun, í bítið. Milli þess sem ég hræri í kveðjuhrísgrjónagraut. Og hlusta kveðjuhlustun á Bítlaplötuna mína. Já. Gæti það verið að það markverðesta við þessa New York ferð var það að ég eignaðist mína fyrstu Bítlaplötu? Keypti hana sjálf. Fyrir eigin pening. Eigin dollara seðla. Tvo. Engin rispa. Bara je je je. She loves me. Je je je.

Þetta var sérstaklega róleg New York dvöl. Við elduðum íslenskt lambalæri. Upp á nineties mátann. Þá sker maður hæfilega djúpar rákir í lærið og stingur hvítlauksgeirum, rósmarín og öðrum kryddjurtum sem maður á í. Ekki inn að beini (70´s) og maður lætur það ekki grillast ofaná kartöflum eða lauk (nútíminn) (skilst mér) (veit náttúrulega ekki mikið um hann) (lambalærislega séð).

Við fórum líka að klifra. Það var ágætt. Við fórum að rífast. Eða ég, fór eitthvað að rífast í Óla. Síðan lagaðist það í sánunni. Við Sigurdís lærðum það úr þunnu lofti að vera í sauna. Vorum í heilan klukkutíma, eða hálftíma, í sánunni. Þangað til við misstum nær meðvitund. Það var upplifun. Mig var búið að dreyma um að fara í sánu aftur eftir það. Trixið er að vera lengi. Svaka lengi. Hafa með vatn og svitna fullt. Fá allt kvikasilfrið og öll eiturefnin úr manni. Ahh, hlakka til að fara í sauna í Chicago. En núna er maðurinn minn kominn. Verð að hætta.

Comments:
Þú ert svo mikill snilli Tinna.
Hvað ætli kók menn prangi inn á börn nútímans? Það væri gaman að vita.

Próforri.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?