29.12.08

Hver vill elska lítinn spörfugl?

Byrjar fallegt lag Símonar og Garfúnkels. Það er svona þema hjá mér í New York að hlusta á S og G þegar ég elda. Ásamt einu rauðvínsglasi er þetta yndisleg stund. Ég elska að elda. Elska það. Vildi að ég gæti ræktað sjálf grös og dót í meira magni en ég geri. Þyrfti líka að komast í kynni við bændur í nágrenni NY.

Við mættum nágrannakonunni í stigagangnum í gær. Hún býr á hæðinni fyrir neðan okkur og spurði hvort við værum byrjuð að æfa dans. Við vorum bara uhhhh? Jah, mér bara heyrist þið vera að dansa svaka mikið. Ég sagði henni að Óli hefði fengið trommusett í jólagjöf og það væri örugglega í því sem hún heyrði. Eeek. Þau eru japönskt og því náttúrulega með aðrar kurteisisvenjur en við, Íslendingarnir. Sem erum varla með neinar. Sér í lagi skildum við ekki hvað þetta gæti þýtt. Eru of mikil læti í okkur? Mér datt það helst í hug. Dreif mig að setja heimilisreglu: ekkert Guitar Hero eftir klukkan tíu. Seinna um kvöldið kom maðurinn með tvo bolla að gefa okkur í jólagjöf. Bollar sem konan hans gerði úr leir. Hún er potter. Og þeir eru svaka flottir. Svaka gott að drekka kaffi úr þeim. Og te.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?