22.12.08

Borgin sem aldrei sefur

Það er miðnótt og ég er með jet-lag. Get ekki sofið. Að hluta til vegna þess að það er verið að taka upp eitthvað drama á götuhorninu sem við búum á. Akkúrat núna. Á Lafayette og Spring. Kastarar lýsa allt upp og menn hrópa action og cut milli þess sem kona og maður garga og æpa hvort á annað.

Annars er bara allt gott að frétta héðan. Mér er ekki að takast vel að taka New York lífsstílinn opnum örmum og eldaði kjötsúpu í kvöld. Annað skiptið í þessum mánuði. Ég verð að segja að við vorum aðeins skúffuð með hana. Kjötið var ekki nógu gott. Enda bara amerískt. Hvorki lókal né frá bóndabæ. Það veit ekki á gott. Hver myndi kaupa franskt vín. Það verður að vera frá einhverjum ákveðnum framleiðanda eða allavegana héraði. Ég veit ekki hvað ég var að spá. Ég hugsa að það verði take-out á morgun.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?