12.11.08

Ísland á kaffihúsi

Ég sit hérna á hippa kaffihúsinu mínu og drekk hot apple cider, en það er mjög mikið haust. Tveir hippar, búðareigendur reyndar, sitja hérna líka og spekúlera í því hvernig Ísland fór á hausinn. Eeek. Mér líður eins og þeir séu að slúðra um vin minn. Samt meika ég engan vegin að fara til þeirra og segja eitthvað. En. Fann villuna. Í forritinu. Búin að vera að leita að henni í allan dag og loksins fattaði ég hvaða mistök ég gerði. Jess. Það er aldrei að vita nema forritið virki og sé nógu ítarlegt til að ég geti notað það til að segja eitthvað um það hvernig kerfi jarðarinnar bregðast við þeirri breytingu í kolefnis hringrásinni sem er að eiga sér stað þessi árin.

Geðveikt. Ég er ekkert lítið spennt. Aaaa! Þá get ég farið að skrifa doktorsritgerð. Jess.

Comments:
Er einhver séns á að græjan þín geti komið með lausn á kreppunni? Svona t.d. eins og í gær bara? :)
 
eeh já þetta var ég Vala sem skrifaði svona komment sko :)
 
Mmmm, jah, ef það kemur í ljós að öll þessi vandræði stafa í raun af þekkingarleysi okkar á hringrás kolefnis. Þá er aldrei að vita nema hún geri það.

Annars var ég að reyna að skrifa þér tölvubréf, stay in touch, en gat ekki fundið tölvupóstfangið þitt. Whazzup withat!
 
ooh en spennandi...valaosk hjá gmail.com
hlakka til að heyra frá þér!

Og já til hamingju með nýja forsetann :)

Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?