8.11.08
Nágranni minn
Nokkuð sem ég velti fyrir mér í næsta hvert skipti sem ég kem heim til mín og hugsa með mér að ég ætti að skrifa um á blogginu, en geri síðan aldrei því það er svo ómerkilegt, hefur að gera með litaval nágranna míns á veggjunum. Þeir eru neon.
Neon grænn er einn, neon appelsínugulur, neon fjólublár og kannski er einn neon blár. Ég man það ekki alveg, með bláa, en það eru að minnsta kosti 4 mismunandi litir. Hann býr á jarðhæð, er ekki með gluggatjöld og þegar kveikt er á ljósunum kemst maður ekki hjá því að sjá inn til hans. Eða hennar. Ég geri náttúrulega bara ráð fyrir því að aðeins karlmaður myndi velja svona sérstaka liti á veggina.
Málið er að ég er með flensu. Búin að vera í rúminu í tvo heila daga. Ekkert hefur á daga mína drifið. Þá er gott að eiga svona spennandi vangaveltur í kistlinum sem maður getur skrifað um.
En hvernig virkar þetta? Hvernig er hægt að búa í neon-tússpenna veröld án þess að missa vitið? Enn og aftur geri ég ráð fyrir hlutum sem ég ekki veit neitt um. Að "maðurinn" sé ekki búinn að missa vitið.
Annar nágranni sem stendur líka á miðlínunni býr ská fyrir ofan mig. Hann er indælasti karl (veit það með mikilli vissu að hann er karlkyn), hefur áhuga á jazz og hjólar sér til heilsubóta. Er með jómfrúr á svölunum á sumrin. Gaf mér meira að segja nokkrar í vor. En það var þá sem ég kom inn til hans. Inn í íbúðina hans sem er spegilmynd af íbúðinni minni. Að einu undanskildu.
Íbúðin hans er full af dóti. Full. Aðallega eru plötur og geisladiskar í hillum og skúffum, gömlum kók kössum og á gólfinu, meðfram veggjunum, á sófagarminum, ofaná borðum. Inn á milli hillna, þar sem er smá pláss milli bóka og næstu hillu fyrir ofan, er búið að troða einhverju smá dóti. Tappatogara eða minjagrip frá Kanda. Á hverjum degi fær hann með póstinum blöðrufóðrað umslag. Ég sé það í stigagangum. Nýjan hlut til að smokra inn í einhverja sprungu í öllu dótinu.
Ég leyfði honum einu sinni að hringja hjá mér. Þegar síminn hans var bilaður. Kannski var hann forvitinn að sjá hvernig dót ég ætti. Þá hefði hann séð rispuð húsgögn frá ikea og nokkra bókgarma, brúðkaupsmynd af okkur Óla í kristalsramma, lampa með stained glass og vegg með nagla. Kannski tók hann ekki eftir veggnum með naglanum frekar en ég í tvær vikur.
Kannski blogga nágrannarnir um furðulegu stelpuna sem býr nú ein. Ætli maðurinn hafi ekki gefist upp á henni. Hann virtist vera indæll og eðlilegur maður. Í staðin fékk hún sér kött. Kött sem hún talar við. Kallar á hana útum gluggann. "Sasha Sasha, kondu kisi kondu, bíbí, hvar ertu bíbí". Og kötturinn kemur á augabragði. Einn daginn bað hún mig um skrúfjarn, þurfti að komast inn til sín. Hafði týnt lyklunum úti á rúmsjó. Hverskonar saga er nú það. Hún er hrædd við þurkarann. Hengir þvottinn sinn út á þvottasnúrur, sem hanga þvers og kruss um svalirnar. Og á svölunum er kassi með götum á. Hvað geymir hún eiginlega þar? Snáka, eðlur eða köngulær? Sem hún notar í seyði. Köttur sem skilur mannamál. Seyði bruggað í stórum potti. Kann ekki á venjuleg tæki. Maðurinn horfinn. Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvernig kona þetta er. Ef þetta er þá kona.
Neon grænn er einn, neon appelsínugulur, neon fjólublár og kannski er einn neon blár. Ég man það ekki alveg, með bláa, en það eru að minnsta kosti 4 mismunandi litir. Hann býr á jarðhæð, er ekki með gluggatjöld og þegar kveikt er á ljósunum kemst maður ekki hjá því að sjá inn til hans. Eða hennar. Ég geri náttúrulega bara ráð fyrir því að aðeins karlmaður myndi velja svona sérstaka liti á veggina.
Málið er að ég er með flensu. Búin að vera í rúminu í tvo heila daga. Ekkert hefur á daga mína drifið. Þá er gott að eiga svona spennandi vangaveltur í kistlinum sem maður getur skrifað um.
En hvernig virkar þetta? Hvernig er hægt að búa í neon-tússpenna veröld án þess að missa vitið? Enn og aftur geri ég ráð fyrir hlutum sem ég ekki veit neitt um. Að "maðurinn" sé ekki búinn að missa vitið.
Annar nágranni sem stendur líka á miðlínunni býr ská fyrir ofan mig. Hann er indælasti karl (veit það með mikilli vissu að hann er karlkyn), hefur áhuga á jazz og hjólar sér til heilsubóta. Er með jómfrúr á svölunum á sumrin. Gaf mér meira að segja nokkrar í vor. En það var þá sem ég kom inn til hans. Inn í íbúðina hans sem er spegilmynd af íbúðinni minni. Að einu undanskildu.
Íbúðin hans er full af dóti. Full. Aðallega eru plötur og geisladiskar í hillum og skúffum, gömlum kók kössum og á gólfinu, meðfram veggjunum, á sófagarminum, ofaná borðum. Inn á milli hillna, þar sem er smá pláss milli bóka og næstu hillu fyrir ofan, er búið að troða einhverju smá dóti. Tappatogara eða minjagrip frá Kanda. Á hverjum degi fær hann með póstinum blöðrufóðrað umslag. Ég sé það í stigagangum. Nýjan hlut til að smokra inn í einhverja sprungu í öllu dótinu.
Ég leyfði honum einu sinni að hringja hjá mér. Þegar síminn hans var bilaður. Kannski var hann forvitinn að sjá hvernig dót ég ætti. Þá hefði hann séð rispuð húsgögn frá ikea og nokkra bókgarma, brúðkaupsmynd af okkur Óla í kristalsramma, lampa með stained glass og vegg með nagla. Kannski tók hann ekki eftir veggnum með naglanum frekar en ég í tvær vikur.
Kannski blogga nágrannarnir um furðulegu stelpuna sem býr nú ein. Ætli maðurinn hafi ekki gefist upp á henni. Hann virtist vera indæll og eðlilegur maður. Í staðin fékk hún sér kött. Kött sem hún talar við. Kallar á hana útum gluggann. "Sasha Sasha, kondu kisi kondu, bíbí, hvar ertu bíbí". Og kötturinn kemur á augabragði. Einn daginn bað hún mig um skrúfjarn, þurfti að komast inn til sín. Hafði týnt lyklunum úti á rúmsjó. Hverskonar saga er nú það. Hún er hrædd við þurkarann. Hengir þvottinn sinn út á þvottasnúrur, sem hanga þvers og kruss um svalirnar. Og á svölunum er kassi með götum á. Hvað geymir hún eiginlega þar? Snáka, eðlur eða köngulær? Sem hún notar í seyði. Köttur sem skilur mannamál. Seyði bruggað í stórum potti. Kann ekki á venjuleg tæki. Maðurinn horfinn. Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvernig kona þetta er. Ef þetta er þá kona.
Comments:
<< Home
Tjah thegar thu segir thetta svona tha fer madur nu ad sja thig i allt odru ljosi Tinna min :P
Folk er annars svo fyndid ad eg held ad thad se ekki haegt ad vera venjulegur - ef madur er 100% venjulegur verdur madur automatiskt skrytinn vegna thess ad thad er ekki haegt.
Folk er annars svo fyndid ad eg held ad thad se ekki haegt ad vera venjulegur - ef madur er 100% venjulegur verdur madur automatiskt skrytinn vegna thess ad thad er ekki haegt.
Aha, já, fer það ekki bara eftir því með hverjum maður er? Ef ég er að tala við stelpu í skólanum sem er svona miss perfect, þá er ég alveg stórskrýtin. En, þegar ég er með Íslendingum, þá er ég alveg súper venjuleg.
Sko neon "maðurinn" er örugglega litblindur. Maðurinn ská á móti nennir ekki að þurrka rykið og felur það með nýju smádrasli.
Kattarkonan er örugglega með óráði í lasleika sínum.
Hana nú, komin greining á alla í NYC.
Skrifa ummæli
Kattarkonan er örugglega með óráði í lasleika sínum.
Hana nú, komin greining á alla í NYC.
<< Home