26.11.08

Geðveikt gott að vera í New York

Það er svo yndislegt að vera hérna í New York hjá Óla. Ég þreytist nú ekki á því að segja það. Sumarbústaða stemmning í heimsborginni. Við erum nefnilega með allt gas. Gas ofn til að hita (mjög þarft), gaseldavél til að elda á, einnig mjög þarft og gas ofn til að baka í. Ég fór í Ítölsku búðina í dag. Stóð í klukkutíma, grínlaust, í röð. En það er þess virði. Fékk að smakka alla ostana sem sá sem stóð við hliðina á mér keypti og náttúrulega þá sem ég keypti. Prosciutto og porcini í sveppa rísottóið. Oh, það er allt svo gott hérna.

Comments:
gvöð, hljómar delicious. heyrðu! það eru allar líkur á því að ég verði í NY í heilan mánuð frá ca. 10 janúar. Þá treysti ég á að þú leggir land undir fót til kallsins og við hittumst og höfum gaman saman. Okei? :)

Vala
 
já, auðvitað! En gaman! Jei, ég fæ að sjá hana Völu mína :D
 
mjog ahugavert, takk
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?