27.10.08

My first coffee

Einu sinni átti Sunna systir mín tæki sem hét my first sony. Það var þegar hún var að uppgötva heim tækja og tónlistar. Skrifstofufélagi minn er einmitt að ganga í gegnum svipað tímabil. Með vestrænan mat. Um daginn var það brauð. Í dag er það kaffi.

Ég bjó til espresso bolla fyrir hann og þvílíkur svipur, þegar hann smakkaði. Hann trúði ekki sínum eigin bragðlaukum. Hélt ég væri að djóka. Svo ég stakk upp á því að hella smá vatni, búa til americano. Ekki fannst honum það bæta mikið svo hann jós nokkrum kúfuðum skeiðum af sykri. Trúði því ekki að mér þætti þetta gott. Tjáði mér að ég hlyti að vera svaka háð kaffi. Ég jánkaði því.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?