9.10.08

Er Davíð orðinn Bush Íslands?

Mig langar ekki mikið að tjá mig um þetta leiðinda mál, en, verð að skrifa eitthvað til að þessi kjánalega mynd sé ekki efst á blaði á ögurstundu. Ég vona að fólk tapi ekki miklum peningum. Eins og ég sé þetta þá brást ríkisstjórnin algjörlega. Leifði bönkunum að rasa út, hömlulaust, án nokkurs aðhalds.

En peningar eru nú ekki allt. Við höfum enn hvort annað, fjölskylduna okkar og náttúru. Eða svona mestmegnis af henni. Ég er sammála honum Geir, um að gera fyrir fólk að halda ró sinni, þetta er bara stormur sem gengur yfir. Áður en við vitum af verður allt komið í gott horf aftur. Ísland er besta land í heimi.

Comments:
Heyr heyr Tinna mín. Gæti ekki verið meira sammála
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?