24.10.08
Það eru líka álfar í Chicago
Í Hyde Park. Ég trúði ekki mínum eigin augum. Núna, rétt í þessu. Ég er komin í náttfötin, á leiðinni í rúmið. Ég stend á gólfinu í svefniherberginu, set gleraugun á kommóðuna, nudda augun svolítið með hnúunum. Nudda eina litla stýru í burtu. Læt hendurnar síga, opna augun og horfi. Beint framfyrir mig.
Þetta augnablik var ótrúlegt. Það sem ég sá. Mynd, hangandi í gullramma. Stelpa að dansa. Draumar flökta umhverfis hana. Blýantsteikning. Dekkri en mig minnti. Fallegri.
Lögreglumennirnir og tax payers dollars þutu í gegnum huga minn. Og hvernig komst huldufólkið til Chicago? Flaug það? Í flugvél eða á hestum? Jafnast kalksteinn á við gosberg? Tala þau íslensku eða eru þau búin að skipta yfir í ensku?
Þetta augnablik var ótrúlegt. Það sem ég sá. Mynd, hangandi í gullramma. Stelpa að dansa. Draumar flökta umhverfis hana. Blýantsteikning. Dekkri en mig minnti. Fallegri.
Lögreglumennirnir og tax payers dollars þutu í gegnum huga minn. Og hvernig komst huldufólkið til Chicago? Flaug það? Í flugvél eða á hestum? Jafnast kalksteinn á við gosberg? Tala þau íslensku eða eru þau búin að skipta yfir í ensku?
Comments:
<< Home
Ætli þeir séu að flýja land? Ísland?
Hlakka svo þvílíkt til að sjá þig í nóvember :) Við verðum að skipuleggja eitthvað skemmtilegt - legg a.m.k. til eftirfarandi: Brunch í South End, spa, clubbing, Cambridge labb...
Skrifa ummæli
Hlakka svo þvílíkt til að sjá þig í nóvember :) Við verðum að skipuleggja eitthvað skemmtilegt - legg a.m.k. til eftirfarandi: Brunch í South End, spa, clubbing, Cambridge labb...
<< Home