22.10.08

Brauð

Ég er komin með nýjan skrifstofu félaga. Hann er skiptinemi frá Kína og mjög indæll. Í dag sagðist hann hafa tekið eftir því að ég borða alltaf eitthvað sem líkist grjóti. Virðist vera hart og hálf óætt. Ég sagði honum að það væri brauð og bauð honum að smakka. Smurði smjör og sultu fyrir hann.

Það er eitthvað alveg sérstakt við það að horfa á fullorðinn mann borða brauð í fyrsta sinn. "hmm, hörð skorpa en bragðgóð.. smjörið aðeins salt og feitt.. sultan sæt." Hann var bara ánægður með upplifunina. Ég held að ég hafi gefið honum góðan inngang að heimi smurðs brauðs.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?