4.10.08
Bjarnabófarnir
eða kollegar þeirra brutust inn hjá mér í vikunni. Ég trúði því ekki. Bara trúði því ekki þangað til í gær. Ég kom heim einn daginn og svalahurðin er opin upp á gátt. Það fannst mér einkennilegt en er ekki alveg ótrúlegt því það kemur fyrir að ég gleymi að læsa henni og hún getur kannski opnast af tilstilli vinda og veðra. Nema hvað. Ein myndin mín er horfin. Magdalenu myndin af stelpunni með draumana. Horfin. Og ekkert annað. Ekki tölvan, ekki sjónvarpið, ekki neitt dót sem er miklu eðlilegra að stela.
Ég er búin að vera alla vikuna að átta mig á þessu. Síðan loksins núna áðan ákvað ég að tilkynna ránið og ekki færri en þrír lögreglumenn mæta á svæðið, heim til mín, með skýrslutökugræjur og augabrýr. Mér leið nú aðeins eins og ég væri að eyða dýrmætum tíma þeirra. En myndin er líka dýrmæt. Ég mat hana á þúsund dollara. Sem ég reyndar lækkaði niður í $500-$1000 og sé núna eftir að hafa gert þó það sé kannski sanngjarnara.
Löggumaðurinn ráðlagði mér að hafa gardínurnar dregnar fyrir. Mér lýst nú ekkert vel á það. Kisi var aðeins undrandi á því að hafa svona stöndug karlmenni inni hjá okkur. Hún reyndi að laumast út en löggumaðurinn sá hana og spurði hvort hann ætti að reyna að fá hana til að koma inn aftur. Ég sagði að hann gæti aldeilis reynt það, en hún myndi örugglega ekki vilja koma. Jæja. Það virðist vera að kisi beri meiri virðingu fyrir lögreglunni heldur en mér. Hún hlýddi eins og skot.
Ég er búin að vera alla vikuna að átta mig á þessu. Síðan loksins núna áðan ákvað ég að tilkynna ránið og ekki færri en þrír lögreglumenn mæta á svæðið, heim til mín, með skýrslutökugræjur og augabrýr. Mér leið nú aðeins eins og ég væri að eyða dýrmætum tíma þeirra. En myndin er líka dýrmæt. Ég mat hana á þúsund dollara. Sem ég reyndar lækkaði niður í $500-$1000 og sé núna eftir að hafa gert þó það sé kannski sanngjarnara.
Löggumaðurinn ráðlagði mér að hafa gardínurnar dregnar fyrir. Mér lýst nú ekkert vel á það. Kisi var aðeins undrandi á því að hafa svona stöndug karlmenni inni hjá okkur. Hún reyndi að laumast út en löggumaðurinn sá hana og spurði hvort hann ætti að reyna að fá hana til að koma inn aftur. Ég sagði að hann gæti aldeilis reynt það, en hún myndi örugglega ekki vilja koma. Jæja. Það virðist vera að kisi beri meiri virðingu fyrir lögreglunni heldur en mér. Hún hlýddi eins og skot.