28.10.08

backstory café

Er ekki yndislegt þegar maður uppgötvar sálufélagskaffihús manns? Það er ótrúlegt en satt að hér í Hyde Park er kaffihús sem er betra en öll önnur kaffihús sem ég þekki. Það er slow kaffihús. Allar innréttingar og húsgögn eru endurnýtt eða smíðuð úr notuðu efni. Maturinn er ræktaður á sjálfbæran máta, kaffið keypt frá bóndum útí heimi sem ekki sprauta akra sína með skordýraeitri. Ég náttúrulega elska þetta kaffihús í botn.

Hér er ég búin að slaka á síðan ég kláraði tímann með krökkunum. Þetta eru þriggja tíma tímar. Svolítið mikið en miklu skárra heldur en undanfarnar vikur þegar ég mætti á labbið klukkan átta og var að undirbúa þangað til þau komu klukkan hálf tvö. Síðan tóku verkefnin svo langan tíma að þau voru ekki farin fyrr en um 6-leytið. Þá var ég alveg uppgefin. Í dag var æfing með tölvulíkan, minn tebolli, akkúrat.

Comments:
Hljómar vel. Álfasagan var líka góð. Hafðu það gott Tinna.
Kv, Gía
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?