16.9.08

Símon og Garfunkel í Soho

Forritið mitt er loksins orðið svo flókið að tölvan hamast og hamast en tekur samt bara hænuskref áfram. Það er fínt því þá get ég farið út og keypt plötur, fisk, sótt skyrtur bankastarfsmannsins í hreinsun meðan það keyrir. Hér í soho eru margar búðir. Mér líst vel á fæstar þeirra. Hinsvegar er ein að mínu skapi. Hún heitir House Works og selur bækur, plötur og geisladiska sem fólk hefur gefið. Síðan gefur hún ágóðan í góð málefni. Ég er hrifin af þessari búð því maður fær ekki samviskubit yfir að kaupa í henni. En það er vandamál sem ég á við að stríða. Vörurnar eru notaðar og peningurinn fer í að hjálpa börnum með HIV veiruna. Hversu almennileg getur starfsemi orðið?

Konan sem Óli leigir af á plötuspilara eins og þann sem við áttum þegar ég var að alast upp. Technic með appelsínugulu ljósi í horninu. Fyrir rúmri viku átti Óli eina plötu. Núna eigum við 13. Flestar góðar. Nokkrar ekki. Allar eldgamlar. Eða þannig, svona þrjátíu ára kannski. Úps.

Comments:
Það er ljúft að vera í New York...aaaaahhh.
Ég mæli með að þið kíkið á La Pizza Fresca á 31 east 20th Street. Góður ítalskur staður með mjög gott úrval af vínum (og ég veit nú að ykkur finnast úrvalsvín góð).
Hvað ætlarðu að vera lengi í stórborginni og hvar er Óli farinn að vinna?
Vala
 
já já, takk fyrir ábendinguna. Ég fer til Chicago eftir helgi, þarf að fara að vinna í mínum málum, mæla blý og arsenic í nánasta umhverfi mínu :P Reyna að vega upp á móti nýjustu straumum innan fjölskyldunnar.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?