18.9.08

New York

New York er alveg sérstök borg. Það kemst engin önnur sem ég hef nokkurntíman kynnst með tærnar þar sem New York hefur hælana. Það er ekki af ástæðulausu að hún er "the city". Hún er aðal. Hún er geðveik. Ég er reyndar búin að vera inni í allan dag en ég finn það innum gluggan hvað hún er mögnuð.

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað gerir New York svona einstaka. Ég er búin að skrifa og stroka út allskonar dæmi því það nær ekki að lýsa því sem er svo sérstakt. Það er einhver kraftur hér sem kom kannski fyrir nokkur hundruð árum, eitthvað anti-kryptonite sem lætur fólk elska lífið.

Eitt sem ég skil alls ekki er hvernig nokkurn mann getur langað að búa í úthverfunum? Það sem fólk tínir til og ég gæti kannski fundið mig í eru stórt eldhús, nóg pláss, kyrrð, garður, börnin frjáls að hlaupa um, eitthvað í þá áttina. Hérna er eldhúsið pínulítið, það deilir plássinu með forstofunni, borðplássið er hurð sem lagt hefur verið á smá skenk og þrefaldar borðplássið og það vill svo til að peran er sprungin svo það er bara kertaljós. Samt er hægt að elda svaka fínan mat, djúsí, bragðgóðan, ferskan, alveg súper. Nóg pláss. Nóg pláss fyrir mér þýðir fullt af plássi sem rykast og maður þarf að taka til svaka mikið. Kyrrð. Það er valid púnktur. Hér er ys og læti allan sólarhringinn en ef maður á plötuspilara getur Errol Garner alveg yfirgnæft þau. Börnin frjáls. Þetta á kannski við um önnur lönd en mér sýnist að einu börnin sem eru frjáls í Bandaríkjunum eru svört og þau búa flest í borgum, og þá helst í hættulegustu hverfunum eins og á suður hlið Chicago.

Mér finnst alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt að búa í New York en samt er ég ekkert svo spennt fyrir því. Alveg óskiljanlegt. Ekki svo að skilja að mig langi að búa í úthverfi. Alls ekki. Mig langar annað hvort að búa í borg, Chicago, Reykjavík, Ríó eða í Flókadalnum. Sveitinni. Mér finnst yndislegt að búa í Chi og mér fannst líka frábært að búa í Reykjavík. Kannski veit ég bara ekkert hvað ég vil eða kannski vil ég ekkert sérstakt. Kannski er mér bara alveg sama. Til hvers er lífið eiginlega? Maaaa.

En það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við þessa borg því hvar annarstaðar finnst manni bara fínt að húsið manns skelfi á sjö mínútna fresti, risa bjór auglýsing hangi á húsinu og þekji einn gluggann, gólfið halli, klósettið sé frammi á gangi og að öll glösin í íbúðinni séu pínulítil sake glös? Ég veit það ekki og ég gæti ekki hugsað mér neitt betra

Comments:
þarf maður endilega að vita til hvers lífið er á meðan það er yndislegt - spennandi og skemmtilegt :)
 
Hmm, nei, kannski ekki. Samt gott að hafa eitthvað missjón svo maður verður ekki of niðurdreginn ef einhver augnablik eru ekki spennandi og skemmtileg.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?