27.8.08

Útskrift sigling kúrs

Það er svo mikið að gera hjá mér þessa dagana það nær engri átt. Það merkilega er að afkostin aukast í hlutfalli við álagið. Sem er náttúrulega alveg ljómandi gott. Óli er að útskrifast á föstudaginn og við ætlum að vera með brunch sem ég er að fatta núna að ég verð að undirbúa. Hann flytur á sunnudaginn og ég fer í siglingu á þriðjudaginn. Ég er búin að kaupa allskonar tæki og græjur fyrir hana. Aðal græjan er enn á færibandinu í verksmiðjunni, ég er alveg á nálum með að hún komist í tíma. En Joe er sannfærður um að hún verði komin svo ég reyni bara að treysta á það. Síðan er ég aðstoðakennari í svaka flóknum kúrs. Við eigum að mæla blý í mold, kvikasilfur í fiski, arsenic í timbri og skordýraeitur í salati. Þetta er allt mælt í mismunandi tækjum sem eru risastór og ógnvekjandi. Svo þessa dagana er ég að eltast við viðgerðamenn og panta nýtt dót. Þetta er alveg nýtt fyrir mér. Venjulega sit ég bara við skrifborðið mitt og pikka inn á tölvuna. Núna er ég á þeytingi út um allt. Það er bara fínt. Núna er ég að bíða eftir flokki sem ætlar að skoða skrifstofuna mína og síðan fara með mér í kaffi. Sem mér veitir ekki af.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?