9.8.08

Lummur og hafragrautur

Mér hefur alltaf fundist hafragrautur mjög góður. Í honum verður að vera nógu mikið salt til að maður finni vel bragðið af höfrunum en ekki þannig að hann sé beinlínis saltur. Síðan er náttúrulega sykur ofaná sem bráðnar og ísköld mjólk sem hitnar. Þetta er frekar einfaldur réttur og kannski finnst mér hann bara góður því það var alltaf hafragrautur þegar mamma fór eitthvað út. Það var skemmtilegt þegar hún fór út því þá eldaði pabbi hafragraut og það var alveg sérstök stemmning. Einhvernveginn meira kúl.

Óli er ekki jafn hrifinn af hafragraut og hreinlega neitar að borða hann í kvöldmat. Þannig að þegar hann fer eitthvað út þá er hafragrautur í matinn hjá mér. Eins og núna er hann í New York að leita að íbúð og slaka á með félögum sínum, og því var hafragrautur í kvöldmat í gær.

Annað sem er yndisleg, annað en að fá hafragraut í kvöldmat, það er að fá lummur í hádegismat. Ef hafragrauturinn klárast ekki alveg þá er ekkert betra en að nota hann í lummur daginn eftir. Lummur sem steiktar eru uppúr fullt af smjöri og sykri stráð yfir. Það er alveg sérstakt útlit á lummum. Þær eru fyrir það fyrsta gylltar á litin en það er rönd, meðfram brúninni. Þetta gerist ekki á amerískum pönnukökum. Mér fannst þessi rönd alltaf merkileg hér í den, en viti menn, en viti menn, þetta gerist enn í dag. Þessi rönd bara verður til. Án þess að maður geti neitt gert í því. Sem er náttúrulega bara súper.

Ég fór með bílinn í útblásturspróf í dag. Á leiðinni eru allir bílarnir brunandi áfram á interstatinu og það er eitthvað skrýtið að gerast, menn hægja á sér og svinga hægri vinstri. Haldiði að það hafi ekki verið þriggjasæta sófi á miðri hraðbrautinni. Svaka slysagildra. En ég komst á verkstæðið og hvað? Bíllinn féll. Á prófinu. Alveg agalegt áfall fyrir mig. Verð að reyna að losa mig við þennan bíl. Málið er bara að það er frekar erfitt að búa í Chicago án þess að eiga bíl. Þó svo við notum hann ekki nema kannski einu sinni í viku, þá eru þetta alveg krúsjal ferðir sem farnar eru einu sinni í viku. Ætli ég verði ekki að reyna að hugsa minn gang núna.

Comments:
Síðbúnar afmæliskveðjur til þín Tinna mín. Til lukku með tugina þrjá.
Ég er búin að vera í New York, tók 2ja daga road trip upp til Montréal þar sem ég verð næstu 3 vikurnar!

later...
Vala
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?