12.8.08

Húrra fyrir RÚV

Bara örstutt. Langar endilega að lýsa yfir hrifningu minni af Ríkisútvarpinu.

En hversu ótrúlegt er það að ég er búin að vera að raula "when I think of angels.. I think of you" í dag, svona endrum og sinnum. Og núna, opna ég fyrir rás 2 í fyrsta sinn í svona 2 ár. Og hvað er að spila, akkúrat þegar ég næ sambandi? Þetta lag. Sungið af uppáhaldssöngkonu minni henni Eivöru Pálsdóttur. Ha?

Málið er að fyrir mörgum árum studdi rúv mac en síðan hættu þeir því. Settu upp annað kerfi, eitthvað windows spliff. En núna er ég á skrifstofunni að debugga, eitthvað að blístra jólasveinar ganga um gólf og fæ alveg skerandi föðurlandsást beint í hjartað. Þá er svo ágætt að heyra smá rás 2 og ég opna rás 2 síðunna þó svo ég "viti" að það eigi ekki eftir að virka. En nema hvað. Það virkar og akkúrat rokklandskvöld og Óli Palli bara að spila Eivör. Þessi ríkisútvörp. Þau bjarga manni. Mér er núna svo létt. Gott að heyra rödd Óla Palla.

Comments:
Jú, þjóðerniskenndin blossar upp á ýmsum tímum, sérstaklega þegar maður er í útlöndum. Ég er í London og úrslitaleikurinn í handbolta á Ólympiuleikunum er á morgun. Manni er nú hugsað heim:) En ég veit alveg hvað þú átt við Tinna mín, Rokkland hittir í hjartastað..
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?