20.6.08

sumar í Chicago

Jess það er komið sumar! Ég er komin úr siglingaferð og það er yndislegt að vera aftur í Chicago. Við Sarah vinkona mín erum með þannig fyrirkomulag að hún ræktar grænmeti og gefur mér, í staðin baka ég brauð og gef henni. Sem er til þess að hér er alltaf ferskt grænmeti og nýbakað brauð. Hversu gott getur lífið orðið?

Ég er líka að læra að nota allskonar grös sem mér hefði ekki dottið í hug að nota eins og rauðbeðu-blöð og hvítlauks-grös. Bæði mjög ljúffengt. Í gær var ribbolita með þessum grösum ásamt káli og baunum. Óli var hrifinn enda var með Viogner með.

Siglingaferðin var svaka mikið stress. Gagnasöfnunin gekk eins og við er að búast að mér skilst, brösulega, en því er ég einmitt að komast að núna þegar ég reyni að skilja gögnin. Það var lítill sem enginn vindur og kokkarnir voru ekki upp á marga fiska, ég svaf ekki mikið útaf organdi smábarni (tæki) sem þurfti stöðuga umönnun svo ég var svona í meðallagi hamingjusöm með þessa ferð. En það var samt yndislegt að vera úti á rúmsjó, vaggandi fram og aftur og horfa á stjörnurnar speglast í sjónum. Og það gerist víst ekki oft á Atlantshafinu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?